Hoppa yfir valmynd
2. júní 2022 Forsætisráðuneytið

Siðareglur ráðherra birtar í Stjórnartíðindum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar undirritað siðareglur ráðherra. Með reglunum sem birtar hafa verið í Stjórnartíðindum falla eldri siðareglur frá 2017 úr gildi.

Kveðið er á um siðareglur fyrir ráðherra í lögum um Stjórnarráð Íslands en reglurnar veita leiðsögn um hvers konar framganga hæfir embætti ráðherra. Þá er reglunum ætlað að stuðla að trausti almennings á stjórnsýslunni.

Siðareglurnar sem nú hafa verið birtar eru í öllum aðalatriðum samhljóða eldri reglum. Heildarendurskoðun reglnanna stendur yfir en slík endurskoðun var meðal tillagna í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu sem kom út haustið 2018.

Siðareglur ráðherra

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum