Hoppa yfir valmynd

Loftslagsráð

Skipað 22. maí 2024.

Loftslagsráð er skipað samkvæmt 5. gr. b. laga um loftslagsmál, nr. 70/2012, til fjögurra ára í senn. Loftslagsráð hefur það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir og markmið Íslands sem tengjast loftslagsmálum.

Í ráðinu skulu eiga sæti fulltrúar atvinnulífsins, háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og umhverfisverndarsamtaka auk annarra fulltrúa sem nauðsynlegt er talið að eigi þar sæti. Ráðherra skipar formann og varaformann loftslagsráðs.

Samkvæmt reglugerð nr. 334/2024 skal stefnt að því að loftslagsráð sé skipað níu fulltrúum að hámarki að meðtöldum formann og varaformanni sem hafi þekkingu og reynslu á a.m.k. einum af eftirtöldum málaflokkum á sviði loftslagsmála og að ráðið sé þannig samsett að fullskipað búi það yfir þekkingu á öllum neðan greindum sviðum:

1. Loftslagsrétti, stjórnsýslu og stefnumótun.
2. Loftslagsvísindum, áhættugreiningum og náttúruvá.
3. Skipulagi og landnýtingu.
4. Hagrænum og samfélagslegum greiningum.
5. Samfélagslegum breytingum og réttlátum umskiptum.
6. Líffræðilegum fjölbreytileika, kolefnishringrás lands og vistkerfisþjónustu.
7. Nýsköpun og tækniþróun.
8. Orkumálum í samhengi orkuskipta og kolefnishlutleysis.

Sjá vef ráðsins loftslagsrad.is

Án tilnefningar
Halldór Þorgeirsson, formaður,
Brynhildur Davíðsdóttir, varaformaður,
Halldór Björnsson

Samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins
Helga Jóhanna Bjarnadóttir

Samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga
Stefán Þór Eysteinsson

Samkvæmt tilnefningu heildarsamtaka launþega
Auður Alfa Ólafsdóttir

Samkvæmt tilnefningu Samstarfsnefndar háskólastigsins
Bjarni Már Magnússon
Bjarni Diðrik Sigurðsson

Samkvæmt tilnefningu umhverfis- og náttúruverndarsamtaka
Þorgerður María Þorbjarnardóttir

 

Varafulltrúar tilnefndir af Samstarfsefnd háskólastigsins

Helga Ögmundardóttir
Ingibjörg Svala Jónsdóttir

 

Ráð og stjórnir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum